Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:44 Heill haugur af spurningum bíður Bjarna. Vísir / GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri? Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira