Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:44 Heill haugur af spurningum bíður Bjarna. Vísir / GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri? Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn í Breiðholti „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn í Breiðholti „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira