Tíska og hönnun

Fatahönnuður á London Fashion Week innblásinn af íslenskum vetri

John Rocha í miðjunni, ásamt fyrirsætum og flíkum af tískusýningunni á laugardaginn.
John Rocha í miðjunni, ásamt fyrirsætum og flíkum af tískusýningunni á laugardaginn. AFP/NordicPhotos
„Sem rómantískur áfangastaður er Ísland sennilega frekar neðarlega á lista,“ segir í grein Khaleejtimes, en fatahönnuðurinn John Rocha, sem Khaleejtimes kallar rómantískasta fatahönnuð í London, segist hafa orðið innblásinn á Íslandi af nýjustu línu sinni sem hann sýndi á tískupöllunum á London Fashion Week um helgina.

„Það er ákveðinn árshluti þar sem er alltaf dimmt, og svo er bara alltaf bjart,“ sagði hönnuðurinn eftir sýninguna, sem er algjörlega heillaður af Íslandi. 

AFP/NordicPhotos
Á fremsta bekk á sýningu Rocha, sátu meðal annars Amber Le Bon, Noelle Reno, Rosie Fortescue, Oliver Proudlock og Lilah Parsons.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×