Húsasmiðjan og Vesturport gera samstarfssamning Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:59 vísir/aðsend Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira