Erlent

Kínverskur maður henti sér fyrir tígrisdýr

Jóhannes Stefánsson skrifar
Tígrisdýr geta hæglega drepið menn.
Tígrisdýr geta hæglega drepið menn. Vísir/AFP
Kínverskur maður henti sér í dag fyrir tígrisdýr í dýragarði í Kína. Maðurinn hugðist reyna að fá tígrisdýrin til þess að éta sig, en hann hafði ákveðið að fremja sjálfsvíg.

Maðurinn var óánægður með vinnuna sína og til viðbótar sagði maðurinn að hann teldi að tígrisdýrin væru óhamingjusöm. Í ljósi þessa ákvað hann að „fórna sér“ fyrir dýrin.

Til allrar hamingju höfðu þau nýlega verið fóðruð og höfðu ekki áhuga á að leggja sér manninn til munns. Hann var þó klóraður áður en dýragarðsverðir komu honum til bjargar.

Maðurinn var í kjölfarið færður á viðeigandi stofnun.

Þetta kemur fram á fréttavef Metro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×