Erlent

Flugrán í nótt

Jakob Bjarnar skrifar
Var flugmaðurinn neyddur til að lenda vélinni á flugvelli í Genf í Sviss snemma nú í morgun.
Var flugmaðurinn neyddur til að lenda vélinni á flugvelli í Genf í Sviss snemma nú í morgun.
Farþegaþotu flugfélags Eþíópíu, Ethiopean Airlines, var rænt í morgun á leið frá Addis Abbaba til Rómar.

Var flugmaðurinn neyddur til að lenda vélinni á flugvelli í Genf í Sviss snemma nú í morgun. Samkvæmt vef CNN hefur málið verið leyst með handtöku flugræningjans.

Ekki hefur þjóðerni ræningjans verið gert opinbert en lögreglan segist ætla að halda blaðamannafund vegna atviksins. Flugvellinum í Geneva var lokað og hefur verið lokaður í morgun vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×