Erlent

Hugsanleg endurkoma Flappy Bird

Karl Ólafur skrifar
Snjallsímaleikurinn sem tröllreið veraldarvefnum
Snjallsímaleikurinn sem tröllreið veraldarvefnum Mynd/Nguyen Ha Dong
Nguyen Ha Dong, skapari snjallsímaleiksins vinsæla Flappy Bird, veltir fyrir sér að opna fyrir aðgang að tölvuleiknum á ný.



Dong afturkallaði leikinn af bæði App Store og Google Play eftir að hafa fengið nóg af álaginu sem fylgdi hinum gríðarlegu vinsældum leiksins. Í viðtali við Rolling Stone segist Dong hafa verið létt við að hafa losnað undan streitunni.



Höfundurinn segist hafa fengið ýmis skilaboð þar sem fólk blótar honum fyrir að hafa skapað leikinn og segir tölvuspilið sök þess að það hafi misst vinnuna eða fallið á prófi.



Dong íhugar að gera notendum kleift að sækja leikinn á ný - en nú langar hann að koma því skýrlega til skila að nauðsynlegt sé að taka sér hlé af og til.



Þegar best lét þénaði Flappy Bird um 50.000 bandaríkjadali, rúmar 5.7 milljónir króna á dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×