"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:03 „Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
„Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira