"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:03 „Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira