Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2014 18:30 Hópmynd af ökumönnum fyrir tímabilið 2013. Vísir/Getty Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. Hver ökumaður hefur valið sér einkennisnúmer til að hafa út feril sinn. Þó hefur heimsmeistari ökuþóra þann möguleika að notast við töluna 1, en þarf þess þó ekki. Áður fóru númerin eftir gengi á fyrra tímabili. Rásmarkið í Melbourne, ÁstralíuVísir/GettyHver er hvar og hvernig gekk á æfingum í vetur?Red Bull: Ökumenn (valið númer): Sebastian Vettel (1) - Daniel Ricciardo (3) Nafn bíls: RB10 Bíllinn hefur valdið liðinu vandræðum á æfingum fyrir tímabilið. Red Bull segir þó að nú sé liðið búið að leysa sinn vanda. Vélaframleiðandinn Renault verður nú að finna lausn á sínum vanda samkvæmt Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull. Liðið hefur sigrað keppni bílasmiða síðustu fjögur tímabil og kann því sitthvað í faginu. Of snemmt er að afskrifa meistarana strax.Mercedes: Ökumenn (valið númer): Nico Rosberg (6) - Lewis Hamilton (44) Nafn bíls: W05 Mercedes hefur á góðu gengi að fagna á æfingum fyrir tímabilið. Veðbankarnir gera ráð fyrir að Lewis Hamilton verði heimsmeistari ökuþóra. Liðið hefur þó varað við of mikilli bjartsýni. Báðir ökumenn liðsins hafa sagst vera hungraðir í titil en Vettel gæti haft eitthvað við því að segja þegar líður á tímabilið.Ferrari: Ökumenn (valið númer): Kimi Raikkonen (7) - Fernando Alonso (14) Nafn bíls: F14T Ökumennirnir eru báðir fyrrverandi heimsmeistarar, þeir eru reynslumesta samsetningin. Raikkonen kom aftur til Ferrari fyrir tímabilið. Hann sigraði ástralska kappaksturinn í fyrra á Lotus bíl sínum. Langt er liðið síðan Ferrari vann titil síðast en það var 2007 þegar Raikkonen varð heimsmeistari ökuþóra. Miklar væntingar eru innan liðsins fyrir tímabilinu, markmiðið er sett á verðlaun strax í fyrstu keppni. Bíllinn hefur virkað vel á æfingum, hann þykir helst til gráðugur í eldsneyti, það gæti valdið vandræðum í upphafi tímabils. Ferrari mun eflaust leysa þann vanda þegar líður áToro Rosso bíllinn á æfingum í Bahrain.Vísir/GettyLotus: Ökumenn (valið númer): Romain Grojean (8) - Pastor Maldonado (13) Nafn bíls: E-22 Lotus sleppti fyrstu æfingavikunni. Liðið valdi að verja meiri tíma í að undirbúa bílinn. Svo virðist sem það hafi verið röng ákvörðun, annað getur þó komið í ljós. Helsta einkenni bílsins er að hann er með klofna trjónu, hún hefur hlotið nafnið fílabeins trjónan. Pastor Maldonado kom til liðsins fyrir tímabilið frá Williams. Hann kemur til liðsins með gríðarlega fjármuni frá bakhjörlum sínum. Hann er umdeildur ökumaður og blóðheitur. Hann sakaði Williams til dæmis um að eiga við bíl sinn til að hægja á honum í fyrra. Hann baðst svo afsökunnar á ummælunum, en dró þau ekki til baka.McLaren: Ökumenn (valið númer): Kevin Magnussen (20) - Jenson Button (22) Nafn bíls: MP4-29 McLaren kom vel út úr æfingunum og virðist bíllinn áreiðanlegur. Mercedes vélin um borð virkar vel og verður hugsanlega til þess að skapa þeim liðum sem hana hafa, forskot í upphafi tímabils. McLaren átti versta tímabil sitt síðan 1980 í fyrra. Ljóst er að Ron Dennis var kallaður til með það fyrir augum að koma liðinu aftur á toppinn. Ökumenn liðsins eru að vissu leyti algjörar andstæður, annars vegar Button, reynslumikill og fyrrum heimsmeistari. Hins vegar Kevin Magnussen er svo nýliði og lítt reyndur, hann er ný kominn með leyfi til að keppa í Formúlu 1. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái að stríða Button á tímabilinu.Force India: Ökumenn (valið númer): Sergio Perez (11) - Nico Hulkenberg (27) Nafn bíls:VJM07 Með gjörbyltar reglur og nýjan bíl vonast Force India til að komast á verðlaunapall á tímabilinu. Liðið vonast til geta hagnast á hugsanlegri uppstokkun á getu liðanna. Liðið hefur verið stöðugt á æfingum og farið hægt og rólega í að læra á bílinn. Ökumenn liðsins eru lítt reyndir, þó Sergio Perez hafi verið hjá McLaren á síðasta tímabili, var hann látinn fara vegna slaks gengis. Nico Hulkenberg var hjá Sauber í fyrra en snýr nú aftur til Force India. Williams-bíllinn.Vísir/GettySauber: Ökumenn (valið númer): Esteban Gutierrez (21) - Adrian Sutil (99) Nafn bíls: C33 Sauber virðist vera með áreiðanlegustu liðum. Ferrari vélin um borð greinilega að skila sínu því Sauber setti met á lokadegi æfinganna og ók einum og sama bílnum 177 hringi. Það verður því áhugavert að sjá hvað Sutil sem kemur til liðsins frá Force India gerir á tímabilinu. Gutierrez er að hefja sitt annað keppnistímabil með Sauber.Toro Rosso: Ökumenn (valið númer): Jean-Eric Vergne (25) - Daniil Kvyat (26) Nafn bíls: STR9 Toro Rosso er systurlið Red Bull, Toro Rosso er þýðing á Red Bull úr ensku yfir á ítölsku. Liðið hefur verið með Ferrari vélar áður en er nú með Renault vél í fyrsta skipti. Vergne fékk ekki tækifæri hjá Red Bull liðinu. Liðsfélagi hans frá því í fyrra, Ricciardo fékk tækifærið. Vergne hefur lýst þessu sem gæfuspori. Hann hafi hvort eð er ekki verið tilbúinn en gæti séð fyrir sér að aka hjá einu af stóru liðunum eftir þetta tímabil.Williams: Ökumenn (valið númer): Felipe Massa (19) - Valtteri Bottas (77) Nafn bíls: FW36 Williams-liðið er vongott um að eiga gott tímabil. Mercedes vélin hefur virkað vel hjá þeim eins og örðum. Reynsluboltinn Felipe Massa kom til liðsins fyrir tímabilið og hefur verið mikil búbót þar á bæ. Valtteri Bottas er að hefja sitt annað ár með liðinu og stefnir á að keppa af hörku við Massa. Massa segist ánægður með breytinguna og vonar að hann geti hjálpað liðinu að ná góðum árangri í ár. Hann hefur aðlagast liðinu vel og líður vel á nýjum stað. Hann ók áður hjá Ferrari.Caterham bíllinn við æfingar í BahrainVísir/GettyMarussia: Ökumenn (valið númer): Max Chilton (4) - Jules Bianchi (17) Nafn bíls: MR03 Marussia hefur gengið vel á æfingum, liðið trúir því að það geti náð í stig í keppnum ársins. Hugsanlega verður samkeppnin um stigin því enn harðari í dag. Marussia er eina liðið með báða ökumenn síðasta tímabils við stýrið í ár.Caterham: Ökumenn (valið númer): Marcus Ericsson (9) - Kamui Kobayashi (10) Nafn bíls: CT05 Caterham átti erfiðan vetur. Hugsanlega hefur bilið milli Caterham og Marussia aukist. Það myndi þýða að Caterham er lakasta liðið ef miðað er við síðasta tímabil. Hins vegar gæti allt eins verið nýtt lið aftast. Það er óvissa um nánast allt á komandi tímabili. Svörin koma ekki fyrr en á laugardag í tímatökunni og svo á sunnudag í keppninni sjálfri. Formúla Tengdar fréttir Sögulegur sigur hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. 17. nóvember 2013 20:59 Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. 1. mars 2014 15:45 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. Hver ökumaður hefur valið sér einkennisnúmer til að hafa út feril sinn. Þó hefur heimsmeistari ökuþóra þann möguleika að notast við töluna 1, en þarf þess þó ekki. Áður fóru númerin eftir gengi á fyrra tímabili. Rásmarkið í Melbourne, ÁstralíuVísir/GettyHver er hvar og hvernig gekk á æfingum í vetur?Red Bull: Ökumenn (valið númer): Sebastian Vettel (1) - Daniel Ricciardo (3) Nafn bíls: RB10 Bíllinn hefur valdið liðinu vandræðum á æfingum fyrir tímabilið. Red Bull segir þó að nú sé liðið búið að leysa sinn vanda. Vélaframleiðandinn Renault verður nú að finna lausn á sínum vanda samkvæmt Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull. Liðið hefur sigrað keppni bílasmiða síðustu fjögur tímabil og kann því sitthvað í faginu. Of snemmt er að afskrifa meistarana strax.Mercedes: Ökumenn (valið númer): Nico Rosberg (6) - Lewis Hamilton (44) Nafn bíls: W05 Mercedes hefur á góðu gengi að fagna á æfingum fyrir tímabilið. Veðbankarnir gera ráð fyrir að Lewis Hamilton verði heimsmeistari ökuþóra. Liðið hefur þó varað við of mikilli bjartsýni. Báðir ökumenn liðsins hafa sagst vera hungraðir í titil en Vettel gæti haft eitthvað við því að segja þegar líður á tímabilið.Ferrari: Ökumenn (valið númer): Kimi Raikkonen (7) - Fernando Alonso (14) Nafn bíls: F14T Ökumennirnir eru báðir fyrrverandi heimsmeistarar, þeir eru reynslumesta samsetningin. Raikkonen kom aftur til Ferrari fyrir tímabilið. Hann sigraði ástralska kappaksturinn í fyrra á Lotus bíl sínum. Langt er liðið síðan Ferrari vann titil síðast en það var 2007 þegar Raikkonen varð heimsmeistari ökuþóra. Miklar væntingar eru innan liðsins fyrir tímabilinu, markmiðið er sett á verðlaun strax í fyrstu keppni. Bíllinn hefur virkað vel á æfingum, hann þykir helst til gráðugur í eldsneyti, það gæti valdið vandræðum í upphafi tímabils. Ferrari mun eflaust leysa þann vanda þegar líður áToro Rosso bíllinn á æfingum í Bahrain.Vísir/GettyLotus: Ökumenn (valið númer): Romain Grojean (8) - Pastor Maldonado (13) Nafn bíls: E-22 Lotus sleppti fyrstu æfingavikunni. Liðið valdi að verja meiri tíma í að undirbúa bílinn. Svo virðist sem það hafi verið röng ákvörðun, annað getur þó komið í ljós. Helsta einkenni bílsins er að hann er með klofna trjónu, hún hefur hlotið nafnið fílabeins trjónan. Pastor Maldonado kom til liðsins fyrir tímabilið frá Williams. Hann kemur til liðsins með gríðarlega fjármuni frá bakhjörlum sínum. Hann er umdeildur ökumaður og blóðheitur. Hann sakaði Williams til dæmis um að eiga við bíl sinn til að hægja á honum í fyrra. Hann baðst svo afsökunnar á ummælunum, en dró þau ekki til baka.McLaren: Ökumenn (valið númer): Kevin Magnussen (20) - Jenson Button (22) Nafn bíls: MP4-29 McLaren kom vel út úr æfingunum og virðist bíllinn áreiðanlegur. Mercedes vélin um borð virkar vel og verður hugsanlega til þess að skapa þeim liðum sem hana hafa, forskot í upphafi tímabils. McLaren átti versta tímabil sitt síðan 1980 í fyrra. Ljóst er að Ron Dennis var kallaður til með það fyrir augum að koma liðinu aftur á toppinn. Ökumenn liðsins eru að vissu leyti algjörar andstæður, annars vegar Button, reynslumikill og fyrrum heimsmeistari. Hins vegar Kevin Magnussen er svo nýliði og lítt reyndur, hann er ný kominn með leyfi til að keppa í Formúlu 1. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái að stríða Button á tímabilinu.Force India: Ökumenn (valið númer): Sergio Perez (11) - Nico Hulkenberg (27) Nafn bíls:VJM07 Með gjörbyltar reglur og nýjan bíl vonast Force India til að komast á verðlaunapall á tímabilinu. Liðið vonast til geta hagnast á hugsanlegri uppstokkun á getu liðanna. Liðið hefur verið stöðugt á æfingum og farið hægt og rólega í að læra á bílinn. Ökumenn liðsins eru lítt reyndir, þó Sergio Perez hafi verið hjá McLaren á síðasta tímabili, var hann látinn fara vegna slaks gengis. Nico Hulkenberg var hjá Sauber í fyrra en snýr nú aftur til Force India. Williams-bíllinn.Vísir/GettySauber: Ökumenn (valið númer): Esteban Gutierrez (21) - Adrian Sutil (99) Nafn bíls: C33 Sauber virðist vera með áreiðanlegustu liðum. Ferrari vélin um borð greinilega að skila sínu því Sauber setti met á lokadegi æfinganna og ók einum og sama bílnum 177 hringi. Það verður því áhugavert að sjá hvað Sutil sem kemur til liðsins frá Force India gerir á tímabilinu. Gutierrez er að hefja sitt annað keppnistímabil með Sauber.Toro Rosso: Ökumenn (valið númer): Jean-Eric Vergne (25) - Daniil Kvyat (26) Nafn bíls: STR9 Toro Rosso er systurlið Red Bull, Toro Rosso er þýðing á Red Bull úr ensku yfir á ítölsku. Liðið hefur verið með Ferrari vélar áður en er nú með Renault vél í fyrsta skipti. Vergne fékk ekki tækifæri hjá Red Bull liðinu. Liðsfélagi hans frá því í fyrra, Ricciardo fékk tækifærið. Vergne hefur lýst þessu sem gæfuspori. Hann hafi hvort eð er ekki verið tilbúinn en gæti séð fyrir sér að aka hjá einu af stóru liðunum eftir þetta tímabil.Williams: Ökumenn (valið númer): Felipe Massa (19) - Valtteri Bottas (77) Nafn bíls: FW36 Williams-liðið er vongott um að eiga gott tímabil. Mercedes vélin hefur virkað vel hjá þeim eins og örðum. Reynsluboltinn Felipe Massa kom til liðsins fyrir tímabilið og hefur verið mikil búbót þar á bæ. Valtteri Bottas er að hefja sitt annað ár með liðinu og stefnir á að keppa af hörku við Massa. Massa segist ánægður með breytinguna og vonar að hann geti hjálpað liðinu að ná góðum árangri í ár. Hann hefur aðlagast liðinu vel og líður vel á nýjum stað. Hann ók áður hjá Ferrari.Caterham bíllinn við æfingar í BahrainVísir/GettyMarussia: Ökumenn (valið númer): Max Chilton (4) - Jules Bianchi (17) Nafn bíls: MR03 Marussia hefur gengið vel á æfingum, liðið trúir því að það geti náð í stig í keppnum ársins. Hugsanlega verður samkeppnin um stigin því enn harðari í dag. Marussia er eina liðið með báða ökumenn síðasta tímabils við stýrið í ár.Caterham: Ökumenn (valið númer): Marcus Ericsson (9) - Kamui Kobayashi (10) Nafn bíls: CT05 Caterham átti erfiðan vetur. Hugsanlega hefur bilið milli Caterham og Marussia aukist. Það myndi þýða að Caterham er lakasta liðið ef miðað er við síðasta tímabil. Hins vegar gæti allt eins verið nýtt lið aftast. Það er óvissa um nánast allt á komandi tímabili. Svörin koma ekki fyrr en á laugardag í tímatökunni og svo á sunnudag í keppninni sjálfri.
Formúla Tengdar fréttir Sögulegur sigur hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. 17. nóvember 2013 20:59 Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. 1. mars 2014 15:45 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sögulegur sigur hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. 17. nóvember 2013 20:59
Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. 1. mars 2014 15:45
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45