Spurning hvort Ísland tekur þátt í samkomulagi sem byggir á ofveiði Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:46 Kolbeinn Árnason Vísir/Óskar/Arnþór „Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52
"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03
Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57