Jimenez vill vera fyrirliði Evrópu í næsta Ryder-bikar 16. október 2014 08:00 Jimenez á sér marga aðdáendur enda lífsglaður með eindæmum. AP/Getty Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira