Lögreglan í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hefur rifið niður víggirðingar mótmælenda og rýmt tvær bækistöðvar þeirra í miðbænum.
Fyrr í morgun létu þrír mótmælendur lífið, tveir af völdum byssuskota frá lögreglunni en sá þriðji eftir að hafa fallið niður af háum stalli.
Lögreglan hafði ráðist til atlögu gegn mótmælendum, beitt bæði skotvopnum og kylfum. Mótmælendurnir flúðu frá bækistöðvum sínum í áttina að Sjálfstæðistorginu, þar sem miðpunktur mótmælanna hefur verið undanfarna mánuði.
Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í morgun að bandarískar vegabréfsáritanir nokkurra úkraínska embættismanna, sem tengdust harkalegum aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum, hafi nú verið ógiltar.
Þrír mótmælendur látnir í Úkraínu
Guðsteinn Bjarnason skrifar
