Innlent

Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla

Jakob Bjarnar skrifar
Snorri og Brekkuskóli en mál hans eru enn í deiglunni fyrir norðan.
Snorri og Brekkuskóli en mál hans eru enn í deiglunni fyrir norðan.
Á bæjarráðsfundi á Akureyri í dag var fyrsta mál á dagskrá mál Snorra Óskarssonar kennara sem jafnan er kenndur við Betel. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í síðasta mánuði að brottrekstur Snorra, sem var kennari í Brekkuskóla, úr starfi hafi verið tilhæfulaus. Ástæða brottrekstursins voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni og fjölluðu um sína sýn, með vísan til Biblíunnar á samkynhneigð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður var sérstaklega kvödd á fundinn og fól bæjarráð henni að bera úrskurð ráðuneytisins undir dómsstóla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×