Menning

Jón Gnarr fékk dularfull verðlaun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Jón Gnarr hlaut á dögunum sérstök verðlaun í alþjóðlegri samkeppni leikritahöfunda. Keppnin er kanadísk og er þetta í þriðja sinn sem blásið er til hennar.

Jón hlaut verðlaunin fyrir leikrit sitt Hótel Volkswagen en alls bárust 148 leikrit í keppnina.

Í verðlaun fær Jón til að mynda 550 kanadíska dollara, rúmlega 56 þúsund krónur. Jón vildi ekki tjá sig um keppnina eða hvernig hann ætlaði að verja verðlaunafénu í samtali við Fréttablaðið.

Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, veit lítið um keppnina sem og aðrir í bransanum.

„Jón er mjög vel að verðlaununum kominn með þetta góða leikrit. Þetta er mjög dularfullt og skemmtilegt. Ég veit ekki mikið meira um þessi verðlaun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.