Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. maí 2014 16:29 Þeir eru mættir á hótelið sitt í Liverpool, íslensku aðdáendurnir. Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira