Fótbolti

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér í hettupeysu á æfingunni í hádeginu.
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér í hettupeysu á æfingunni í hádeginu. Vísir/Friðrik Þór
Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.

Gylfi skokkaði með strákunum á æfingunni í dag sem eru vissulega góðar fréttir en hann var þó ekki í fótboltaskónum sínum heldur aðeins í strigaskóm.

Íslenskir fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með æfingunni í fimmtán mínútur en það er augljóst á skóbúnaði Swansea-mannsins að Gylfi mun taka því rólega á þessari æfingu.

Frekari fréttir af stöðu mála hjá Gylfa koma inn á Vísi seinna í dag en íslenski hópurinn hittir blaðamann eftir æfinguna. Íslenska liðið er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og Gylfi hefur skoraði í þeim báðum og farið fyrir glæsilegum leik okkar manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×