Fótbolti

Rooney hetja Englands | Öll úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney undirbýr sig fyrir aukaspyrnuna.
Rooney undirbýr sig fyrir aukaspyrnuna.
Englendingar unnu afar torsóttan sigur á Eistlandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi 2016. Fjórum af átta leikjum dagsins er lokið.

Heimamenn í Eistlandi misstu mann af velli á 48. mínútu þegar Ragnar Klavan fékk sitt annað gula spjald, en Englendingum gekk erfiðlega að skora. Fyrirliðinn Wayne Rooney var hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Úkraínumenn unnu Makedóna með minnsta mun, en Serhiy Sydorchuk skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Í G-riðli voru tveir leikir. Austurríki vann Svartfjallaland 1-0 og Rússar og Moldóvar skildu jöfn, þar sem Kristinn Jakobsson var með flautuna.

C-riðill:

Úkraína - Makedónía 1-0

1-0 Serhiy Sydorchuk (45.)

E-riðill:

Eistland - England 0-1

0-1 Wayne Rooney (74.)

G-riðill:

Austurríki - Svartfjallaland 1-0

1-0 Rubin Okotie (24.)

Rússland - Moldóva 1-1

1-0 Artem Dzyuba (73.), 1-1 Alexandru Epureanu (74.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×