Innlent

„Ég mun ekki styðja þá tillögu að slíta viðræðunum við Evrópusambandið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þrátt fyrir breytingar ráðherra á greinargerð tillögunnar. Hún segir stjórnarandstöðuna ekki vera í málþófi.

„Það er réttur þingmanna að tjá skoðun sína um það sem hér er verið að ræða. Þetta er það tæki sem stjórnarandstæðan hefur til þess að koma sínum málum áleiðis,“ sagði Ragnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ragnheiður er ekki sátt við tillögu Gunnars Braga eins og hún er.

„Mér finnst vera þarna ákveðin þáttur sem vék bæði að mér sem kaus með aðildarviðræðunum 16. júlí 2009 sem og öðrum þingmönnum sem ég get ekki sætt mig við. Þar finnst mér vegið að heilindum mínum og heiðarleika sem þingmanns. Ég mun ekki styðja þá tillögu um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið.“

Ragnheiður segir að það hafi alltaf legið ljóst fyrir.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Ragnheiði í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×