Erlent

Tveir látnir vegna óveðurs á Bretlandseyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið óveður gengur nú yfir Bretlandseyjar.
Mikið óveður gengur nú yfir Bretlandseyjar. nordicphotos/getty
Mikið óveður gengur nú yfir Bretlandseyjar en nú er vitað um tvo aðila sem hafa látið lífið sökum aðstæðna.

Margir hafa slasast alvarlega og um 140.000 heimili eru án rafmagns en þetta kemur fram á vefsíðu BBC.

Vindur er mikill og hefur mælst 36 metrar á sekúndu. Óveðursviðvörun er nú á mörgum stöðum á

Bretlandseyjum og töluvert um flóð á Englandi og í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×