Erlent

Hló er hann hleypti af byssu sinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Samantha Taylor, fyrrverandi kærasta hlauparans Oscars Pistorius, bar vitni í dag í réttarhöldunum sem nú fara fram í Pretoríu í Suður-Afríku.

Pistorius er gefið að sök að hafa banað Reevu Steenkamp í íbúð hlauparans aðfaranótt Valentínusardags, 14. febrúar, í fyrra.

Þegar talið barst að byssueign hlauparans í réttarhöldunum sagði Taylor viðstöddum frá því hvernig Pistorius missti einu sinni stjórn á skapi sínu og hleypti skotum af byssu sinni út um sóllúgu á bílnum sínum.

Oscar Pistorious hafði reiðst lögreglu sem stöðvaði hann fyrir hraðakstur og séð byssu hlauparans í framsæti bílsins.

Taylor segir Pistorius hafa hlegið meðan hann hleypti af skotunum.

Hlauparinn „var alltaf með byssuna á sér“ og átti það til að snöggreiðast, sagði Samantha Taylor fyrir rétti í dag.

Samband þeirra Pistorius hófst þegar Taylor var sautján ára gömul en þegar talið barst að sambandsbrestum þeirra brast Samantha Taylor í grát. Sagði hún að hlauparinn hafi haldið tvisvar sinnum fram hjá henni meðan samband þeirra stóð yfir.

Steininn tók svo alveg úr þegar Pistorius fór með Reevu Steenkamp á afhendingu Suður-Afrísku íþróttaverðlaunanna árið 2012.

Myndbrot af vitnisburði Samönthu Taylor má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vitni segist hafa heyrt rifrildi

„Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“

Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu

Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×