Erlent

Transkonu skipað að keppa sem karlmaður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/FACEBOOK SÍÐA CHLOIE JOHNSON
Transkonan Chloie Johnson lögsækir nú skipuleggjendur CrossFit keppninnar fyrir að meina henni að keppa á leikunum sem kona.

Johnson sóttist eftir því að keppa á CrossFit leikunum í fyrra þar sem margt hraustasta fólk heims er saman komið og krefur hún skipuleggjendur um á þriðja hundrað milljóna króna í skaðabætur.

Í málsókninni er meðal annars rakið að Johnson hefur litið á sig sem konu frá 12 ára aldri og að samkvæmt lögum í heimafylki hennar Kaliforníu er hún skilgreind sem kona.

Hún gekk í gegnum kynleiðréttingu árið 2006 og hefur verið í hormónameðferð allar götur síðan.

Í aðdragana málsins sendi liðsfélagi Johnson nafnlausan tölvupóst á skipuleggjendur keppninnar þar sem hann spurðist fyrir um þátttöku transfólks á leikunum. CrossFit ákvað í kjölfarið að keppendur skildu flokkaðir eftir kyni við fæðingu.

Lögmaður CrossFit samtakana heldur því til streitu að Chloie Johnson hafi fæðst sem karlmaður og skuli því keppa sem slíkur. í bréfaskiptum milli lögmanna Johnson og samtakana kemur einnig fram að Crossfit „áskilur sér rétt til að standa vörð um hagsmuni allra keppenda og leikanna sjálfra“

„Grundvallarforsenda ákvörðunarinnar er sú að þrátt fyrir kynleiðréttingu hefur Johnson erfðamengi karlmanns og hefur hún þannig forskot á kvenkeppendur,“ er haft eftir lögmanni leikanna.

Lögmaður Johnson fer fram á að CrossFit breytir reglum sínum í samræmi við lög alþjóða Ólympísambandsins sem heimila íþróttafólki að keppa með öðrum af sama kyni.

Frekari upplýsingar um málið má nálgast á vefsíðu CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×