Erlent

Sonur Gaddafi framseldur til Líbíu

Freyr Bjarnason skrifar
Nígería hefur framselt al-Saadi til Líbíu.
Nígería hefur framselt al-Saadi til Líbíu. Mynd/AP
Nígería hefur framselt al-Saadi, einn af sonum Moammar Gaddafi, til Líbíu.

Al-Saadi flúði Líbíu eftir að föður hans, sem var leiðtogi landsins, var steypt af stóli árið 2011.

Al-Saadi, sem er eitt af átta börnum Gaddafi, hafði verið í stofufangelsi í Nígeríu. Stjórnvöld í Trípólí, höfuðborg Líbíu, segja að al-Saadi verði meðhöndlaður samkvæmt alþjóðlegum lögum. Hann er þekktur fyrir glaumgosa lífsstíl sinn og ást sína á fótbolta.

Stuttur ferill hans í ítalska atvinnumannaboltanum endaði með því að hann féll á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×