Menning

Uppáhaldslögin úr nótnabunkanum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Vox Populi Kórinn er fimm ára og Grafarvogssöfnuður 25 ára. Því er um tvöfalda afmælistónleika að ræða.
Vox Populi Kórinn er fimm ára og Grafarvogssöfnuður 25 ára. Því er um tvöfalda afmælistónleika að ræða.
„Við bjóðum upp á fjölbreytta tónlistardagskrá sem inniheldur gospel, þjóðlög, popplög og dægurlög,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Vox Populi, um afmælistónleika kórsins í Grafarvogskirkju á sunnudag.

„Sá háttur var hafður á við lagaval að kórfélagar fengu að velja sín uppáhaldslög úr nótnabunka síðustu ára,“ heldur stjórnandinn áfram, „því ættu þeir sem hafa fylgt okkur eftir í gegnum tíðina að kannast við nokkur lög.“

Vox Populi-kórinn var stofnaður 9. september 2008 og þetta er því fimmta starfsár hans. Grafarvogssöfnuður er 25 ára á þessu ári og því eru þetta tvöfaldir afmælistónleikar, að sögn Hilmars Arnar.

Einsöngvarar koma úr röðum kórsins og Tríó Kjartans Valdemarssonar spilar undir.

Miðasala er á midi.is og við innganginn á tónleikadaginn. Miðaverð er 2.500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×