Erlent

Krefjast svara frá stjórnvöldum

Freyr Bjarnason skrifar
Lögregla skýtur táragasi í átt að mótmælendum í Venesúela.
Lögregla skýtur táragasi í átt að mótmælendum í Venesúela. Mynd/AP
Sex sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa krafist svara frá stjórnvöldum í Venesúela vegna harðra viðbragða þeirra við mótmælunum sem hafa verið í landinu.

Í bréfi sem þeir skrifuðu til stjórnvalda krefjast þeir „skjótra útskýringa á ásökunum um handahófskenndar fangelsanir og óhóflega beitingu valds og ofbeldis gegn mótmælendum, blaðamönnum og öðru fjölmiðlafólki“.

Versnandi efnahagur Venesúela ýtti undir mótmælaöldu um miðjan febrúar gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, þar sem tugir manna féllu. Maduro tók við embættinu af Victor Chavez sem lést á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×