Erlent

Fyrir rétt í Texas vegna glæps í æsku

Freyr Bjarnason skrifar
Árásarmaðurinn Don Wilburn Collins mætir fyrir rétt, ákærður fyrir morðið á Robert Middleton.
Árásarmaðurinn Don Wilburn Collins mætir fyrir rétt, ákærður fyrir morðið á Robert Middleton. Mynd/AP
Karlmaður frá Texas sem var sakaður um að hafa skvett bensíni á dreng og kveikt í honum þegar hann var á unglingsaldri gæti átt dóm sem fullorðinn einstaklingur yfir höfði sér.

Fórnarlamb hans lést af sárum sínum þrettán árum síðar, árið 2011.

Maðurinn var þrettán ára þegar hann réðst á átta ára dreng með þeim afleiðingum að hann hlaut brunasár á 99 prósentum líkamans. Pilturinn þurfti að dúsa nokkra mánuði í varðhaldi áður en málið gegn honum var látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.

Málið var opnað á ný eftir að myndband þar sem fórnarlambið sagði árásarmanninn hafa áreitt sig kynferðislega, skömmu fyrir árásina, var gert opinbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×