Erlent

Tók myndband af rjúkandi tvíburaturnunum úr geimnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í myndbandinu má glögglega sjá mikinn reykjarmökk leggja frá turnunum.
Í myndbandinu má glögglega sjá mikinn reykjarmökk leggja frá turnunum.
Geimfarinn Frank Culbertson tók myndband af tvíburaturnunum 11. september 2001 úr Alþjóðlegu geimstöðinni sem var þá yfir New York. Myndbandið verður sýnt í heild sinni á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 síðar í mánuðinum í sérstökum þætti.

Í myndbandinu má glögglega sjá mikinn reykjarmökk leggja frá turnunum, en tveimur farþegaflugvélum var flogið á þá með þeim afleiðingum að þeir hrundu og hátt í 3.000 manns létu lífið.

Vinur Culbertsons var einn þeirra sem féllu í árásinni og komst hann að því nokkrum klukkustundum síðar.

Brot úr myndbandi Colbertsons Viðtal við Colbertson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×