Enski boltinn

Liverpool áfram eftir maraþonleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool er komið áfram í 4. umferð.
Liverpool er komið áfram í 4. umferð. Vísir/Getty
Liverpool sló B-deildarlið Middlesbrough út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska deildarbikarsins.

Liverpool komst yfir með marki ungstirnsins Jordans Rossiter á 10. mínútu eftir slæm mistök í öftustu línu Middlesbrough.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 62. mínútu jafnaði Adam Reach fyrir B-deildarliðið með skalla eftir sendingu Grants Leadbitter.

Þannig var staðan allt fram á 19. mínútu framlengingarinnar þegar Suso, sem hafði komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrr, kom Liverpool yfir með góðu skoti úr teignum.

En Patrick Bamford jafnaði aftur fyrir Boro úr vítaspyrnu í uppbótartíma framlengingarinnar eftir að Kolo Toure hafði brugðið honum innan vítateigs.

Vítaspyrnukeppnin var mögnuð, en það var ekki fyrr en í 15. umferð sem úrslitin réðust; Suso skoraði úr sinni spyrnu á meðan Albert Adomah skaut framhjá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×