„Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 15:02 „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum," segir Rósa Guðrún. „Ég er bara að reyna að vera næs," segir Ásdís Rán. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira