Ráðherrann engin súkkulaðikleina Brjánn Jónasson skrifar 14. janúar 2014 13:35 Katrín Julíusdóttir spurði Ragnheiði Elínu Árnadóttur um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Vísir/GVA „Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira