Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2014 07:15 Tugmilljóna sjúkrabúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. Mynd/Baldvin Þeyr Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira