Skírðu sveitina í höfuðið á veiðiflugu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin Dusty Miller heldur upp á útgáfu frumburðar síns í Tjarnarbíói um helgina. fréttablaðið/stefán „Það verður öllu tjaldað til og verðum við með Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, Ara Braga Kárason á trompet, Steinar Sigurðarson á saxófón, Kára Hólmar Ragnarsson á básúnu og Ásmund Jóhannsson á slagverk, til að lífga enn frekar upp á flutninginn,“ segir Tómas Jónsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Dusty Miller. Spurður út í nafn hljómsveitarinnar segir Tómas það koma úr nokkrum áttum en aðallega úr veiðiflugubransanum. „Elvar er mikill veiðimaður og benti okkur á þetta fagra nafn sem hann rakst á í skemmtilegri veiðiflugnabók.“ Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Tjarnabíói á laugardagskvöldið næstkomandi. „Við byrjuðum sem fusion/bræðingshljómsveit og lékum meðal annars lög eftir Mezzoforte og fleiri slíkar sveitir en skiptum aðeins um gír þegar söngvarinn og píanistinn Elvar Örn Friðriksson gekk til liðs okkur,“ segir Tómas kátur. Ásamt þeim Elvar Erni og Tómasi skipa sveitina Aron Ingi Ingvason trommuleikari, Kári Árnason bassaleikari og Rögnvaldur Borgþórsson gítarleikari.Music by Dusty Miller er fyrsta plata hljómsveitarinnar Dusty og var hún tekin upp í september 2012, í Stúdíói Paradís og kom út fyrir skömmu. Sveitin var stofnuð veturinn 2011 og tæpu ári seinna var lagt í gerð þessarar fyrstu plötu. Meðlimir sveitarinnar eru, þrátt fyrir ungan aldur, nokkuð reyndir þátttakendur úr íslensku tónlistarlífi og hafa undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. „Tónlistinni á plötunni okkar, sem inniheldur tíu lög, hefur verið lýst sem sálarskotnu hreðjapoppi,“ útskýrir Tómas. Þess má til gamans geta að sveitin fjármagnaði plötu útgáfuna sjálf. Semja allir meðlimir sveitarinnar tónlistina? „Það er allur gangur á því, en á þessari hljómplötu semur Elli mest en við hinir höfum jafnt og þétt fært okkur upp á skaftið,“ segir Tómas. Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarbíói og mun húsið opna klukkan 21.00. Miðaverð í forsölu verður 1.500 krónur og 2.000 krónur við innganginn. Einnig verður hægt að kaupa miða og plötu á 3.000 krónur við innganginn. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það verður öllu tjaldað til og verðum við með Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, Ara Braga Kárason á trompet, Steinar Sigurðarson á saxófón, Kára Hólmar Ragnarsson á básúnu og Ásmund Jóhannsson á slagverk, til að lífga enn frekar upp á flutninginn,“ segir Tómas Jónsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Dusty Miller. Spurður út í nafn hljómsveitarinnar segir Tómas það koma úr nokkrum áttum en aðallega úr veiðiflugubransanum. „Elvar er mikill veiðimaður og benti okkur á þetta fagra nafn sem hann rakst á í skemmtilegri veiðiflugnabók.“ Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Tjarnabíói á laugardagskvöldið næstkomandi. „Við byrjuðum sem fusion/bræðingshljómsveit og lékum meðal annars lög eftir Mezzoforte og fleiri slíkar sveitir en skiptum aðeins um gír þegar söngvarinn og píanistinn Elvar Örn Friðriksson gekk til liðs okkur,“ segir Tómas kátur. Ásamt þeim Elvar Erni og Tómasi skipa sveitina Aron Ingi Ingvason trommuleikari, Kári Árnason bassaleikari og Rögnvaldur Borgþórsson gítarleikari.Music by Dusty Miller er fyrsta plata hljómsveitarinnar Dusty og var hún tekin upp í september 2012, í Stúdíói Paradís og kom út fyrir skömmu. Sveitin var stofnuð veturinn 2011 og tæpu ári seinna var lagt í gerð þessarar fyrstu plötu. Meðlimir sveitarinnar eru, þrátt fyrir ungan aldur, nokkuð reyndir þátttakendur úr íslensku tónlistarlífi og hafa undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. „Tónlistinni á plötunni okkar, sem inniheldur tíu lög, hefur verið lýst sem sálarskotnu hreðjapoppi,“ útskýrir Tómas. Þess má til gamans geta að sveitin fjármagnaði plötu útgáfuna sjálf. Semja allir meðlimir sveitarinnar tónlistina? „Það er allur gangur á því, en á þessari hljómplötu semur Elli mest en við hinir höfum jafnt og þétt fært okkur upp á skaftið,“ segir Tómas. Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarbíói og mun húsið opna klukkan 21.00. Miðaverð í forsölu verður 1.500 krónur og 2.000 krónur við innganginn. Einnig verður hægt að kaupa miða og plötu á 3.000 krónur við innganginn.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira