Erlent

Metár hótela í ESB-ríkjunum

Þorgils Jónsson skrifar
Metfjöldi gisti hótel og gistiheimili í ESB í fyrra.
Metfjöldi gisti hótel og gistiheimili í ESB í fyrra. Fréttablaðið/AP
Gistinætur í ríkjum ESB náðu metfjölda á síðasta ári þar sem seldust alls um 1,6 milljarðar gistinga.

Í tölum Eurostat kemur fram að stígandi hafi verið óslitinn frá árinu 2009 og frá aldamótum hafi fjölgunin numið um fimmtungi.

Í fyrra var mest aukning í Grikklandi, tæp tólf prósent, en samdráttur varð mestur á Ítalíu, 4,6%, og Kýpur, 3,7%.

Þegar litið er til gistinátta erlendra ríkisborgara er aukningin mest í Bretlandi, eða tæp sautján prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×