Móðurhlutverkið kemur við sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 15:00 Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum. Fréttablaðið/Stefán „Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira