Menning

Einveruskortur einkennir verkin

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hekla reynir að koma sér vel fyrir á vinnustofunni.
Sýningin You draw me crazy birtir verk tveggja akureyrskra listamanna, þeirra Arnars Ómarssonar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Godsbanen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum.



Síðustu þrjár vikur hafa þau Arnar og Hekla unnið og búið saman á lítilli vinnustofu og á þessu tímabili hafa þau unnið að eins konar greiningu hvort á öðru, Arnar hefur verið viðfangsefni Heklu og öfugt.





Persónulegt rými er af skornum skammti hjá Arnari.
Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og verkefni Arnars og Heklu er á marga vegu athugun á hvers konar áhrifum og innblæstri þau hafi orðið fyrir í svo náinni sambúð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun einkennir verkin sem eru teikningar, myndbandsverk, textaverk og bókverk.



Hægt er að fylgjast með þeim skötuhjúum á vefsíðunni youdrawmecrazy.com en þar setja þau inn daglegar færslur.



Sýningin verður opnuð annað kvöld, 1. febrúar klukkan 20 á umræddri vinnustofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×