Þó svo þýsku deildinni sé löngu lokið og Bayern orðið meistari þá fengu stuðningsmenn Dortmund ágæta sárabót í dag.
Lið þeirra fór þá á Allianz-völlinn, heimavöll Bayern München, og valtaði yfir meistarana, 0-3. Stærsta tap Bayern frá 2008 og stærsta tap á þjálfaraferli Pep Guardiola.
Henrikh Mkhitaryan, Marco Reus og Jonas Hoffmann á skotskónum fyrir Dortmund í dag.
Neyðarlegt tap fyrir Bayern en liðið þoldi mótlætið illa og Rafinha var rekinn af velli í lokin eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu.
Tuttugu stiga munur var á liðunum fyrir leikinn og hann stendur nú í sautján stigum.
Dortmund valtaði yfir Bayern

Mest lesið


West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

