Erlent

Ísraelskir landtökumenn fá óvænta athygli

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Palestínskir verkamenn setja saman SodaStream-tæki í ísraelskri verksmiðju á svæði landtökumanna á Vesturbakkanum.
Palestínskir verkamenn setja saman SodaStream-tæki í ísraelskri verksmiðju á svæði landtökumanna á Vesturbakkanum. Nordicphotos/AFP
Á fimmtudaginn skýrðu alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam frá því að leikkonan Scarlett Johanson væri ekki lengur alþjóðlegur sendiherra á þeirra vegum.

Ástæðan er sú að hún tók að sérauglýsingastörf fyrir SodaStream-gosdrykkjatækin, en þau eru að mestu framleidd í verksmiðju ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum.

„Oxfam lítur svo á að fyrirtæki á borð við SodaStream, sem starfa í byggðum landtökumanna, auki á viðvarandi fátækt og réttindabrot gagnvart samfélögum Palestínumanna sem við vinnum að stuðningi við,“ segir í tilkynningu frá Oxfam, þar sem Johansen eru jafnframt þökkuð þau störf sem hún hefur innt af hendi fyrir samtökin.

Sjálf sendi Johansen frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist styðja efnahagslega samvinnu Ísraela og Palestínumanna.

Málið hefur hins vegar vakið athygli umheimsins á því að SodaStream-verksmiðjurnar eru í eigu Ísraela og SodaStream-tækin eru framleidd á landtökubyggðum á herteknu svæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×