Erlent

Hinsegin menn nota oftar stera

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ungir samkynhneigðir menn misnota frekar stera, ef marka má rannsóknina.
Ungir samkynhneigðir menn misnota frekar stera, ef marka má rannsóknina. Fréttablaðið/AFP
Ungir samkynhneigðir og tvíkynhneigðir menn eru fimmfalt líklegri til að misnota vefaukandi stera heldur en þeir sem eru gagnkynhneigðir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var meðal annars framkvæmd við læknadeild Harvard-háskóla.

Rannsóknin náði til 17.250 ungra manna sem voru að meðaltali 16 ára gamlir og niðurstöðurnar sýndu að 21% þeirra sem voru ekki gagnkynhneigðir höfðu notað vefaukandi stera, en einungis 4% gagnkynhneigðra.

Rannsakendurnir telja að muninn megi meðal annars rekja til ýmiss konar sálrænna vandamála sem hrjá oftar samkynhneigða.

Hér má sjá úrdrátt úr rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×