Erlent

Aldrei fleiri læknamistök

Þorgils Jónsson skrifar
Alls var tilkynnt um 181.280 óvænt tilvik í danska heilbrigðiskerfinu í fyrra.
Alls var tilkynnt um 181.280 óvænt tilvik í danska heilbrigðiskerfinu í fyrra. NordicPhotos/Getty
Mistök eru að jafnaði gerð á þriðju hverri mínútu í danska heilbrigðiskerfinu að því er fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns sjúklinga þar í landi og Politiken segir frá.

Á síðasta ári var tilkynnt um 181.280 óvænt tilvik, eins og það kallast, til dæmis hjá læknum, apótekum og sjúkraflutningafólki. Það er met, en árið áður voru tilkynningarnar 155.791. Í 60 prósentum tilfellanna biðu sjúklingar engan skaða af, en eitt dauðsfall má rekja til slíks atviks á síðasta ári.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×