Er ekkert smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Helga María Vilhjálmsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira