Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 10:30 Keppendurnir eru miklir ofurhugar og sýna listir sem eru sjaldséðar hér á landi. mynd/einkasafn „Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
„Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira