Erlent

Oflof veldur börnum streitu

Þorgils Jónsson skrifar
Barnið sem gerði þessa teikningu fékk vonandi hófstillt, en sanngjarnt, hrós fyrir vikið.
Barnið sem gerði þessa teikningu fékk vonandi hófstillt, en sanngjarnt, hrós fyrir vikið.
Hrós til barna er vandmeðfarið, enda getur of mikið af svo góðu valdið streitu hjá börnum. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem Jótlandspósturinn segir frá.

Þar kemur fram að of mikið hrós til barna, til dæmis fyrir teikningar sem þau gefa foreldrum, getur valdið því að þeim finnist þau þurfa að gera enn betur í næsta skipti.

Þessi ótti við að standast ekki væntingar veldur svo streitu hjá mörgum börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×