Erlent

10 milljónir brátt án vatns

Bjarki Ármannsson skrifar
Sao Paulo er talin þurfa rigningu á næstu 45 dögum.
Sao Paulo er talin þurfa rigningu á næstu 45 dögum.
Vatnsveitukerfi sem sér 10 milljónum Brasilíubúa fyrir drykkjarvatni verður með öllu ónothæft eftir rúman mánuð ef þurrkum linnir ekki. Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg í gær.

Um helmingur íbúa Sao Paulo, stærstu borgar Suður-Ameríku, fær vatn sitt frá Cantaneira-vatnsveitunni. Hún veitir um þessar mundir ekki nema fjórðungi af því magni vatns sem hún ræður við, en þurrkar sem hafa staðið yfir á svæðinu undanfarið eru þeir verstu í sögu Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×