Erlent

Hundruð flúðu umsetna borg

Ugla Egilsdóttir skrifar
Starfsmenn Rauða hálfmánans veittu flóttamönnum aðstoð.
Starfsmenn Rauða hálfmánans veittu flóttamönnum aðstoð. Mynd/AFP
Sex hundruð manns flúðu borgina Homs í Sýrlandi í gegnum kúlnahríð og sprengjuregn á meðan á þriggja daga vopnahléi stóð.

Uppreisnarmenn hafa hluta borgarinnar á valdi sínu en herlið hliðhollt Assad Sýrlandsforseta hefur haldið borginni í herkví í meira en ár. Samið var um vopnahlé til að hleypa konum, börnum og gamalmennum frá borginni og til að flytja inn mat og aðrar nauðsynjavörur. Ekki hefur fengist staðfest hver ber ábyrgð á ofbeldinu, en fjöldi manns særðist á flóttanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×