80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Svavar Hávarðsson skrifar 11. febrúar 2014 13:00 Verksmiðja Silicor Materials í Kanada er heldur smærri en verksmiðjan sem horft er til að koma upp á Grundartanga. Mynd/Silicor Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði. Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði.
Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira