Erlent

Haldið sem þrælum í Danmörku

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Níu Rúmenar voru látnir vinna við ræstingar í allt að 20 klukkustundir á dag. Nordicphotos/Getty
Níu Rúmenar voru látnir vinna við ræstingar í allt að 20 klukkustundir á dag. Nordicphotos/Getty
Tveir karlar og ein kona frá Austur-Evrópu hafa verið ákærð í Danmörku fyrir að hafa haldið níu Rúmenum um sex ára skeið sem þrælum. Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins voru Rúmenarnir neyddir til að búa í köldum bílskúr án almennilegrar snyrtingar á Norður-Sjálandi og látnir stunda ræstingastörf í allt að 20 klukkustundir á sólarhring.

Hin ákærðu eru sökuð um að hafa nýtt sér fjárhagslega og persónulega erfiðleika Rúmenanna og vanþekkingu þeirra á dönsku samfélagi. Þau eru sökuð um að hafa tekið við launum Rúmenanna frá ræstingafyrirtækjum og greitt þeim lítinn hluta þeirra. Fæðið sem Rúmenarnir fengu var af skornum skammti.

Svipuð mál hafa áður verið afhjúpuð í Danmörku þar sem Rúmenar og aðrir Austur-Evrópubúar eru hreinlega teknir til fanga af samlöndum sínum sem eru fyrir í landinu, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×