Erlent

Verður forsætisráðherra Ítalíu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Matteo Renzi
Matteo Renzi AFP
Forseti Ítalíu veitti Matteo Renzi, nýjum leiðtoga Demókrataflokksins og borgarstjóra í Flórens, stjórnarmyndunarumboð á mánudag. Renzi, sem er 39 ára, yrði því yngsti forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hann tók við umboðinu með þeim fyrirvara að hann þyrfti nokkra daga til þess að ræða við hugsanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Enrico Letta sagði af sér embætti forsætisráðherra síðasta föstudag eftir innanflokksátök milli hans og Renzis. Renzi sagði við fjölmiðla í gær að hann ætlaði undir eins að reyna að fjölga störfum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×