Erlent

Renzi skipar ríkisstjórn sína

Bjarki Ármannsson skrifar
Matteo Renzi hefur lofað umbótum á vinnumarkaði og í efnahagslífi Ítalíu.
Matteo Renzi hefur lofað umbótum á vinnumarkaði og í efnahagslífi Ítalíu. Vísir/AFP
Matteo Renzi, borgarstjóri Flórensar og leiðtogi ítalska Demókrataflokksins, hefur tekið opinberlega við stjórnarmyndunarembætti af Giorgo Napolitano forseta og tilkynnt nýja ríkisstjórn sína.

Það er BBC sem greinir frá þessu. Hinn 39 ára Renzi tekur við embætti forsætisráðherra á morgun en hann verður yngsti forsætisráðherra í sögu landsins. Renzi tekur við starfinu af flokksbróður sínum Enrico Letta, sem entist aðeins tíu mánuði í embætti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×