Erlent

Ansip hættir í næstu viku

Freyr Bjarnason skrifar
Forsætisráðherra Eistlands lætur af embætti í næstu viku.
Forsætisráðherra Eistlands lætur af embætti í næstu viku. vísir/AP
Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, ætlar að hætta störfum í næstu viku eftir níu ár í embætti.

Ákvörðunin kemur ekki á óvart því árið 2012 sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram í þingkosningum sem verða á næsta ári.

Í árlegri ræðu forsætisráðherrans fyrir þjóðhátíðardag Eistlands sem er í dag, sagði Ansip að gáfulegast væri fyrir sig að hætta störfum núna. Þingkosningarnar í landinu, sem telur 1,3 milljónir manna, verða haldnar í mars 2015.

Eistneskir fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort hinn 57 ára Ansip ætli að sækjast eftir stöðu innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Í ræðu sinni gaf hann ekkert til kynna um framtíðaráform sín. „Allt hefur sína byrjun og sinn endi,“ sagði hann. „Þessi ákvörðun var ekki tekin undir þrýstingi frá einum né neinum.“

Ansip hefur verið forsætisráðherra síðan í apríl 2005. Við stöðu hans tekur hinn reyndi stjórnmálamaður Siim Kallas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×