Erlent

Lögreglan lánar ofsóttum Svíum hunda

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hundar eiga að vernda ofsótta í Örebro í Svíþjóð.
Nordicphotos/Getty
Hundar eiga að vernda ofsótta í Örebro í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty
Lögreglan í Örebro í Svíþjóð reynir nú nýja aðferð til þess að hjálpa einstaklingum sem sæta ofsóknum. Lögreglan ætlar að kanna hvort hundar veiti þeim öryggistilfinningu og hefur í því skyni lánað tveimur konum sérþjálfaða hunda.

Önnur þeirra hefur varla þorað að fara út úr húsi í nokkur ár. Verði árangur tilraunarinnar góður er mögulegt að fleiri hundar verði þjálfaðir til slíkra verka.

Sænskir fjölmiðlar hafa það eftir lögreglunni í Örebro að þar sæti nú 70 einstaklingar ofsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×